Settu þig í samband

Settu þig í samband

Ef þú ert í landi þar sem lokað er á Tor geturðu stillt Tor til að tengjast við svokallaða brú á meðan uppsetningu stendur.

Ef Tor er ekki ritskoðað eða útilokað, þá er ein algengasta ástæðan fyrir því að Tor nær ekki að tengjast sú að kerfisklukka tölvunnar sé vanstillt. Gakktu úr skugga um að hún sé rétt.

Lestu aðrar algengar spurningar á aðstoðargáttinni okkar
Vertu örugg(ur)

Vertu örugg(ur)

Vertu ekki að streyma torrent-skrám yfir Tor.
Tor-vafrinn mun útiloka vafraviðbætur á borð við Flash, RealPlayer, QuickTime, auk annarra: þær er hægt að meðhöndla þannig að þær ljóstri upp um IP-vistfangið þitt.

Við mælum gegn því að settar séu upp forritsviðbætur eða viðaukar fyrir Tor-vafrann

Forritsviðbætur eða viðaukar gætu farið framhjá Tor eða skemmt nafnleynd þína. Tor-vafrinn kemur emð foruppsettum Einungis-HTTPS-ham, NoScript og fleiri atriðum sem eiga að verja nafnleynd þína og bæta öryggi þitt.Skoðaðu Notendahandbók Tor-vafrans til að sjá fleiri ábendingar til að leysa úr vandamálum.

Verðu réttinn til einkalífs og frelsis á netinu.

Við erum sjálfboðaliðasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og reiðum okkur á stuðningsmenn eins og þig til að hjálpa okkur við að gera Tor sterkt og öruggt fyrir milljónir manna út um víða veröld.

Styrkja núna